Ljóð og fleira mis alvarlegt

Fyrstu ljóðin sem ég skrifaði niður gerði ég 11/12 ára gömul og þau hafa komið í köflum, stundum með áralöngum hléum, stundum í skorpum eða nokkur saman í slumpum, stundum einkennandi fyrir lífsins gang hverju sinni, oft um fjölskylduna, stundum um samfélagið, gjarnan hæðin þó ég eigi til að halda þeim bara fyrir mig, nokkur eru söngtextar eða þýðingar, mörg eru bara til skemmtunar eða samin fyrir tiltekin tækifæri en öruggt að hér verða þau í belg og biðu. Ef ég finn eldri ljóðin set ég líklega inn undirsíðu með þeim en ég man eitt af mínum fyrstu og það var um frænda minn og leikfélaga Stefán Arnarson (fyrirgefðu elsku Stebbi minn)

Hann er eitthvað skyldur mér, því miður fyrir mig
og ef hann kemur nálægt þér þá skaltu vara þig
Því Stebbi frændi öllum kann að gera gramt í geði
og ég hef átt við drenginn þann í bísna miklu streði

Mig minnir reyndar að erindin hafi verið fleiri en hitt man ég að ljóðið varð til á bak við hús á Melum sennilega 1974-5 þegar afi og amma fóru hringveginn með Erlu og Ragga, og Imbu og Sigga og ég var í góðu yfirlæti hjá Boggu minni og Öna. Hér neðar eru myndir af mér og pjökkunum í Bragholti, Hadda og Stebba…

Arnar minn er góður ljósmyndari en ekki síðri í að teikna, bæði í tölvu og utan. Hann myndskreytti nokkur ljóðanna og ef hér birtast svarthvítar myndir eða aðrar í stíl við þá sem skreytir síðuhausinn þá á hann þær. Myndir í lit eru mínar nema annað sé tekið fram og dásemdar börnin hafa sent mér nýlegar myndir til að uppfæra upplýsingarnar ögn, takk elskurnar. Ég ákvað að gefa ekki möguleika á athugasemdum við ljóðin en lesandanum er velkomið að hafa samband beint ef eitthvað liggur honum á hjarta.. annaelisahreidars@gmail.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s