Af því þú átt afmæli í dag

Snjórinn skýst um göturnar í feluleik
skýin fylgjast með og roðna ýmist blá og bleik
Húsin dansa og hneigja sig þegar enginn sér
Heljarinnar veislu vilja halda þér
fjórða febrúar, þú mátt trúa mér

Gulur máni grettir sig og skelli, skelli hlær
Gæist létt á gluggann þinn og glerið þvær
Feimnir fuglar syngja skrítið gleðilag
fyrir dreng sem á afmæli í dag
og það ert þú, sem átt þennan dag

Heillastjörnur hugrakkar ég sendi í þitt hús
Hetjukraft og töfrageisla til þín Mattamús
Brosið þitt og bláu augun minn á sig
bara nú ef einhver vildi faðmað þig
í agnar litla oggu smástund fyrir mig

Fjögurra ára afmælisdagur Matthíasar þann 4. febrúar.2. 2016. Mattinn þessi er barnabarn Kötu systir og Valla.