Alexander Reynir

Í sumarfríi …

Lítill pjakkur

en bara lítill í augum stóra fólksins

dettur á milli þúfna

hróp og köll berast í kyrrðinni

Uppgötvar náttúrulögmálin 

aleinn og sjálfur

þyngdaraflið, vatnið, moldin, sólin

fuglar, ber, steinar 

og sveppir sem ekki má borða

 

Ofurhuginn

fer í hættuför yfir gamla brú

styður föður sinn til öryggis

tyllir sér á hæsta steininn

Finnur mosa og undrast

Hví? Hvernig? Hvers vegna?

Stekkur af stað 

áður en flóknar útskýringar fullorðna fólksins 

ná að eyðileggja leyndardóminn

Þarf engin svör

valhoppar af stað í nýtt ævintýri

Lítinn haus ber við bakkann

sól gyllir ljósa lokka

og blikar skelmislega á bláu auga

Þiggur sólarvörn hjá mömmu sinni

af umburðalyndi

 

Dettur í ána og bjargar lífi litilla fiska

Gleðin sullar og drullumallar

Forvitnin eltir kindur

út um mó til að taka af þeim ljósmynd

Tapar kapphlaupinu við lömbin en gleymir strax

Syngur Bullutröll, einn til að æfa sig

Lífsgleðin veður ána með mömmu

öskrar og er að deyja

en skellir sér strax út í aftur

óskar þess að hann geti synt í kafi

og hendir sér í grasið til að þorna

brosandi og glaður, frændi minn

Alexander Reynir

Þessi elska er langt frá því að vera lítill núna en þarna vorum við í sumarfrí saman austur á héraði með foreldrum hans, Láru Soffíu systir minni og Tryggva hennar… Hér er mynd af okkur saman í lítilli sveitakirkju við fermingu stóra bróður. Neðar eru svo myndir sem Alexander á sjálfur, birtar með leyfi

8BAC739B-3B18-4D6F-B1A5-2E4D43BA09C8