Ásrún Vala

Horfir hugsandi á heiminn

Hjartahrein og stundum dreymin

Spyrjandi og dregur seiminn

Stundin ljúfa, hún er þín

Gefðu henni framtíð bjarta

Veröld mín

 

Augun bláu sjá og heyra

Eflaus greina og skilja meira

Fyrir þann sem ljær því eyra

Fagur eðalsteinninn skín

Gefðu henni framtíð bjarta

Veröld mín

 

Dagurinn í bólið skríður

Draumaheimur ljúfur bíður 

Sofðu værast yndisfríðust

Svefnin ræður, birtan dvín

Gefðu henni framtíð bjarta 

Veröld mín

1. maí 2017 á fermingardegi litlu frænku, systurdóttur minnar, dóttir Hermínu og Kristjáns. Myndina tók Arnar og hér er hún birt með leyfi foreldranna. Gullfalleg stúlka og þarna held ég hún sé einmitt nýbúin að syngja fyrir okkur gestina sína

68C53EDE-FA03-40E3-B688-9C23762219B3