Ei má sköpum renna

Drekkja mér dimmu öldurnar sem kaffæra og deyða

draga mig niður óveður sem merja bæði og og meiða

Kvelja kroppinn heljarfrost sem nísta inn að beini

Kolsvart myrkur felur ógn sem verður mér að meini

og þegar lognið loksins lægir öldur bæði og vind

Ligg í valnum örmagna, heyrnarlaus og blind

 

Hljóma raddir í tóminu sem hóta mér og hæða

hopa ekki undan fyrr en gömlu sárin blæða

“Ekkert ert og aldrei neitt”, hvísla grimmir vargar

“Enginn myndi nokkru sinni koma þér til bjargar”

Er upp er staðið leynt og ljóst að ei má sköpum renna

Í heljareldi von og draumar brenna

Þetta var einn af þessum dögum það það tók allt sem ég átti að brosa með gleði í augunum… það hendir í lífinu…og svo birtir aftur