Elsku Karítas

Semur ljóð

flytur á Arnarhól

hefur upp rödd sína

fyrir hinar

 

Jörðin skalf

þegar hún fæddist

núna skjálfa

hró í skúmaskotum

 

Þorir og getur

vill og verður

færir til fjöllin

litli suðurlandsskjálftinn

Karítas er systurdóttir mín, dóttir Mörtu Kristínar og Bjarka… flutti femínisk baráttuljóð á Arnarhól á kvennadaginn 2018 og fæddist í suðurlandsskjálftanum 17. júní þarna um árið… kannski fæ ég einhverntímann mynd til að birta hér af Karítas en þangað til er hér hlekkur á frétt sem hægt er að skoða: http://www.ruv.is/frett/ljod-a-kvennafrideginum