Gömul og máð ljósmynd

Hún lærði snemma að vonsku heimsins dugar ekki að gráta

Hörkuna á eigin skinni reyndi agnar lítil hnáta

Draumar hennar leyndarmál sem niðdimm nóttin felur

þeir deyja þegar dagsbirtan örygginu stelur

 

Þau eru víða börnin sem að gráta sig í svefn

Vita vel um allt það sem gæti orðið þeim um megn

Börn sem eiga bága að og líf sem engu eyrir

börn sem eiga sorg og kvöl sem engin nokkru sinni heyrir

 

Lítil strá sem lang flest standa varla fram úr hnefa

Læra snemma að búast við bæði vonbrigðum og trega

Kaldur heimur kunnuglegur þeim sem ekkert annað þekkir

Kunna að setja upp grímu og bros sem ókunnuga blekkir

Þessi var lengi í vinnslu og var lokið í febrúar 2019. Upphafið gömul svarthvít ljósmynd af stúlku í sparikjól, stillt upp við stól (og já, á einum tímapunkti voru öll þessi orð í ljóðinu). Ef vel er að gáð má sjá mikla sorg eða depurð í augum barnsins og þessi þversögn, hátíðleg uppstillingin og sorgin þvældist fyrir mér og truflaði mig töluvert um leið og talaði til mín… en hér fylgir mynd af mér og Kattý Hattý Jensen eða Kötu systir…

B4C605A0-4A5C-4952-AC2D-0B7D79C234D2