Júlísól

Hvernig má það vera, já, hvernig er það hægt?

Hún hafi bros sem getur kaldann pólarísinn brætt?

Blik í bláum augum sem sýna fagra sál

Bjarta rödd sem sungið getur engla og manna mál

 

Með höfuðið í lagi og heiðarleg alveg í gegn

Horfir fram á veginn og ekkert er henni um megn

Dýrmæt bæði og dugleg, hjartahrein og sterk

Dálítið mikið á ferðinni stundum og kemur hlutum í verk

 

Segir skondnar sögur og hlær af hjartans list

Stekkur svo af stað eins og hún hafi ef einhverju misst

Gallhörð bæði og dúnmjúk, á skilið mesta hól

Gæti nokkuð í veröldinni jafnast á við þig Júlísól?

Þann 8. maí 2017 á afmælisdegi elsku Júlíönu minnar sem aðrir kalla Júlí en mér fyrirgefst að kalla Júllu byggt á gamalli sögu… dásemdar manneskja sem hún er

C192E0C6-7791-4F52-932B-4024F1BC0D4F