Minningar

Skríkjandi smástelpur

skjótast um skólaloð

Litlum leyndarmálum

ljúflega hvíslað í eyra

 

Verpa eggjum og vilja

verða læknisfrú eða 

bóndakona, búleikir

og bjástur með teyjur og tvinna

 

Snúsnú og sippað

saman undir vegg

meðan mamma segir komdu inn

að borða hafragrautinn þinn

 

Minningar margar ljúfar

máðar og nýjar

Huggun í harmi

hvíldu í friði vinkona

Kveðja til Hönnu Möggu skólasystur og vinkonu 29.5. 2018. Myndin hins vegar er af mér og Kötu systir í pössun hjá Lovísu barnapíu og hún sendi mér þessa mynd, sennilega tekið í Ásabyggðinni (11?) þó ég sé ekki viss…

5EF5917A-B022-422F-AD55-69827A03C6BB