Svona eftir á að hyggja

Sjáir þú sólargeisla stíga léttan dans við rykið

Stilltu tónlistina hátt og syngdu um framtíð bjarta

dansaðu hömlulaus og af öllu hjarta

Þú veist kannski ekki hvað það gladdi mig mikið

að dansa í sólinni rétt eins og rykið

 

Ef mætir þú barni í margmenni miklu og látum

máttu ekki láta stundir sem slíkar fram hjá þér fara 

reyndu að stoppa og njóta þess bara

Svo missir þú ekki af svörum við lífsins dýpstu gátum

börnin geta gefið (þér kærkomið) hlé frá lífsins látum

 

Og þegar þú heyrir mávana garga eða lóuna syngja

þá gleymdu því snöggvast að lífið er stundum á brattann

en slepptu þvi elskan að mála á veggina skrattan

láttu ekki lítifjörlegar þrautir þér þyngja

Og umfram allt gleymdu aldrei að dansa og syngja

(19.6. 2016)5E735E74-6581-4F6B-95CD-EDC9450A5583