Ég dæmdi sjálfa mig svo grunlaus í harða fangavist
Óska þess af öllu hjarta að við hefðum aldrei hist
Vítisvefur ofinn með orðaskrúð og hjómi
Vonskan faldi klærnar undir fölskum blíðum rómi
Gríman þín er geysigóð og svik þitt móðurmál
grýlukerti í hjartastað og svarthol fyrir sál
Hamingju og himnaríki lofaðir þú mér
Hlýjuna í lifi mínu kæfðir undir ís
Allt sem dvelst í návist þinni, fölnar og frýs
Af öllu hjarta óska þess að komast burt frá þér
Vísvitandi, jafnt og þétt vonardraumar máðir
Vegirnir til heljar eru brosnum draumum stráðir
Með hverjum degi, jafnt og þétt lífið innra með mér dó
og vargurinn með köldu augun illyrmislega hló
(Sumarið 2018)