Við ysta haf

Út við hið ysta haf

Þar sem himininn teygir sig óralangt inn í eilífðina og fjarskinn, svo undur blár, dansar í ljósaskiptunum

Út við hið ysta haf

Svæfir haustið sumarið og breiðir yfir það gullið teppi á meðan aldan raular vögguvísur samdar í fyrndinni

Út við hið ysta haf

Verða mannanna verk lítilfjörleg og skilin milli sannleikans og hismisins verða að óravíddum sem engin kemst yfir nema fuglinn fljúgandi

Út við hið ysta haf

(17.9.2017 AE)