Benjamín Breki

Þessi sólfagri dásemdardagur er þinn litli drengur
Þvílík fegurð sem heimurinn umvefur lítið og stórt
En þegar svo kvöldar og sólin skín ekki lengur
Englar við rúmið þitt vaki svo sofir þú rótt

Guð gefi þér ómældan kjark og úthald sem dugar
góðsemi og samhyggð með öllum sem hafa það bágt
Megi uppeldið færa þér mildan og víðsýnan huga
Magnaðan kraft til að lifa í friðsæld og sátt

Og þegar þú stækkar og eldist og ræður þér sjálfur
oftar en ekki þú veljir þér hamingjubraut
Hvort sem að lifir þú heima eða ferðast um álfur
gæfan og gleðin svo ómæld þér falli í skaut

16. mars 2019. Nafnadagur Benjamíns Breka Sigurðssonar. Kannski foreldrarnir gefi mér mynd af litla frænda til að setja hér síðar en þangað til er hér mynd af mér og pabbanum, honum Sigga mínum, frá í dag. Benjamín fékk sér lúr og létt sér fátt um finnast um gestina

… og hér eru myndir úr eins árs afmælisveislu kappans…