Hann Hafsteinn minn

Hann Hafsteinn minn:

Seintekinn og oft misskilinn

en það er þá bara vegna þess

að fólk þekkir hann ekki.

Kurteis og ljúfur,

góðhjartaður dýravinur.

Passar vel upp a systur sina

og kann að ergja hana

eins og góðra bræðra er siður.

Gleymir sér i tölvuleik

og hrópar hátt af gleði

þegar vel gengur.

Skreppur út

til að hlaupa úr sér óþreyjuna.

Kemur inn og vill hjálpa til

Stríðinn og kann brandara

og skemmtilegar sögur.

Elskar pílukast,

sérstaklega ef hann vinnur

en fer í körfu þess á milli.

Falleg sál og gott innræti

gæfan fylgi þér

Elsku Hafsteinn minn er eitt af systrabörnum mínum sem nú eru orðin vel riflega tuttugu talsins, hún er rík þessi móðursystir. Hafsteinn mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta frænku sinnar, það er bara þannig… svo er hann líka svo mikið krútt, bæði þarna fyrst og ekki síður núna… Fyrstu tvær myndirnar tók ég fyrir nokuð mörgum árum en þeirri síðustu stal ég þó ég sé alveg á leiðinni að fá leyfi hjá stráksa…