Bæn

Lag: Eric clapton/Holy mother

Ó Guð ég bið til þín,
þú ert eina vonin mín.
Nóttin geymir leyndarmál,
felur sársaukann í minni sál.

Ó ég þarfnast hjálpar nú
og ég veit að eina von mín ert þú.
Viltu sýna mér færa leið,
þerra tárin mín.

Ó Drottinn sál mín hrópar á þig,
reiðin magnast og brennir mig.
Sendu frið sem fyllir hjarta mitt,
rekur vonleysið burt.

Ég get ei meir,
get ei meir,
get ei meir, ó Drottinn.
Ég get ei meir,
get ei meir,
get ei meir, ó Guð.

Ég stari út í dimma nótt,
tárin þorna og allt er hljótt.
Reiðin hverfur fyrir mildri hönd,
loksins finn ég hugarró.

Drottinn Guð ég vil þakka þér
fyrir friðinn sem þú færir mér.
Líf mitt hefur öðlast nýja vídd
með þér í kvöld.

Nóttin geymir leyndarmál
felur hamingjuna í minni sál.
Nú ég veit hvert ég leita á
með öll mín mál,
öll mín verk,
-til þín.