Ég lofa

Brúðkaup (þýð) og bráðum finn ég nauðsynlegar uppl.

Ég gæti aldrei lofað þér
af eigin ramleik því
að ást mín til þín verði
alla ævi fersk og ný
og þó ég vilji gjarnan
sigra heiminn fyrir þig
þá væru orð sem standa eilíf
of mikið fyrir mig

En vegna Guðs sem elskar okkur
bæði þúsundfalt
þá skal ég alltaf elska þig
svo miklu meira en allt
og vegna hans þá veit ég
nú að orð mín verða sönn
og loforð þessa brúðkaups
munu standast tímans tönn

Nú stend ég hér við altarið
við hliðina á þér
og engin veit hvað framtíðin
í skauti sínu ber
það eina sem við höfum tryggt
er dagurinn í dag
og Drottinn Jesú Kristur
sem mun gæta að okkar hag.

…ástin í hjarta mér
er meira en bara mín
hún breitist ei, bregst mér ei
og núna er hún þín