Heggur sá er hlífa skildi

Skelfing hrein í augunum og skjálfandi af ótta
skýst ég inn í herbergið og reyni að vera hljóð
Örsnögg undir sófann, enn einu sinni á flótta
Öskrin berast sífellt nær, ég lofa að vera góð

Treð fingrunum í eyrun því trylltu hljóðin æra
tæta mig í sundur og gefa engan grið
Græt hljóðlega í golluna er illu orðin særa
Gegnumvæti buxurnar þegar þögnin tekur við

Kreisti aftur augun með kviðverki sem bíta
kalda fingur sýg meðan myrkrið felur mig
Þrýsti mér að veggnum, þori ekki að líta
þau augu þar sem suma daga skrímslið felur sig

(október 2020)

Myndin tengist efninu ekki en er ein gömul og góð sem mér þykir afar vænt um. Hér er amma, fósturmamma mín, með mig í fanginu og Hadda og Stebba frændur mína Arnar- og Ingibjargarsyni. Við Haddi berum nöfn afa og ömmu, Anna og Elí, Stebbi er aldurslega í miðjunni…