Lítill engill fer til himna

Brotið ríður, brýtur allt og engu eirir
Bitur þögul neyðarópin engin heyrir
Sálin grætur er særðu hjörtun veina
Skil ekki hvað máttarvöldin meina
-Lítill glænýr engill flögraði til himna

Láttu ljós þitt loga Drottinn svo hann rati
Leyfðu þeim sem syrgja trúa að til sé bati
Láttu engla þína faðma hann og kyssa
Ljúflinginn sem við máttum engan veginn missa
-Engillinn litli sem flögraði upp til himna

Sorgin dregur kvalda sál í dýpið svarta
síðasta kveðjan nístir bæði huga og hjarta
þó lífið sé hrímkalt, þokukennt og frosið
þá englabarn í englaörmum brosir
-Elskaða barnið sem kvaddi og fór til himna

(AE 3. janúar 2021)