Systur mínar og ég

Stundum vildi að ég vera eins og Adda

sem skapar listaverk í efni og rými

Stundum óska ég þess að vera lík Kötu

dugnaðaforkur sem aldrei gefst upp

Það væri stundum gott að líkjast Hemmu

Ákveðin sem hún er og fylgin sér

Ég vildi gjarnan vera meiri Gudda

snillingu í eldhúsinu og á saumavélina

Oft vildi ég líkjast Mörtu

vera áreiðanleg og hugulsöm

Það væri ekki slæmt að líkjast Láru

mannelskri og hjálpsamri

Mig langar líka að vera eins og Hrabba

hrókur alls fagnaðar í hverju teiti

Ég vildi svo gjarnan hafa í mér smá Elínu

ljúfa glaðværð og glettni

Og ekki væri amarlegt að búa yfir

hugrekki Báru og báráttuvilja

En stundum velti ég fyrir mér

hvort það er ekki best að ég sé bara ég

(24.4.2021)