Heima er best

Heima er hjarta þitt hvar sem þú sefur
Heima, það besta sem að þú hefur
Heima er fólkið sem hjálpar, sem styður
heima er staðurinn þar sem þú biður 

Hvort sem þú gantast, hlærð eða grætur
heima þú sofnar og ferð þar á fætur
Aldrei og ekkert er jafngott og heima
Albesti staðurinn til þess að dreyma

Heima er best og þar ertu þú sjálfur
Hundraðfallt sannur, heill ekki hálfur
Þarft ekki að látast, þykjast né sýnast
Þar ertu meðtekinn, gallarnir týnast

Best allt í heiminum bíður þín heima
hvar sem þú ferðast um heima og geima
og þegar þú tekst á við það sem er verst
óttastu ekkert því að heima er best
AE 6. júlí 2021

Heima er best

Heimili byggt úr sprekum og mold
eða heimili mótað í snjó
Heimili háreist á fegurstu fold
eða heimili grafið í mó

Heimili á fjalli, á strönd eða í dal
heimili háreist og sterkt
Heimili í afskektum fjallasal
eða heimili mikið og merkt

Ókeypis heimili, dýrt eða falt
mikilfenglegra en flest
Hvar eða hvernig er ekki allt
því að alltaf er þitt heimili best
AE 6. júlí 2021