Þegar ég sé
snúru í sambandi
afgreiðslu gangandi
í tölvunni
þá langar mig bara
að tosa í hana
það er ég
Ég er ekki krabbamein
Ég er ennþá ég
Snúður afa og ömmu
Einstaka mía mús
tatus og mömmu
Ég er bara ég
Hreyfing í blóðinu
iða í skinninu
eftir tónlist í minninu
svo glöð
verð bara að hreyfa mig
grínast og kæta þig
það er ég
Ég er ekki krabbamein
Ég er ennþá ég
Snúður afa og ömmu
Einstaka mía mús
tatus og mömmu
Ég er bara ég
Stundum vil ég
horfa í símanum
hangsa í ipadnum
vera ein
þögul og hæglát
hugsi og hljóðlát
það er ég
Ég er ekki krabbamein
Ég er ennþá ég
Snúður afa og ömmu
Einstaka mía mús
tatus og mömmu
Ég er bara ég
(AE og Snúður 10. júlí 21)

Ein athugasemd á “Ég er ennþá ég”
Lokað er fyrir athugasemdir.