Kannski mun ég flytja burt
eitthvert þangað sem að engu er spurt
Mögulega finn ég annan stað
einhverskonar hlutlaust millistig
þar sem ég get jafnað mig
Dregst í gegnum þennan dag
Munstra upp orku og tek enn einn slag
stari tómum augum fram á við
Leita dauðaleit að sjálfri mér
Er hún kannski ennþá hér
Má vera`að ég breyti til
Gleymi öllu um þetta tímabil
Kannski finn ég aftur tilganginn
Kemst hugsanlega í spjarirnar
jafnvel út um bakdyrnar
Textinn er undir áhrifum af laginu Hard candy christmas og sumt nett þýðing þó ekki sé hún trú enska textanum í heild eða kjarnanum þar sem gætir smá bjartsýni, kannski óskhyggju eða vissu. Ekki er heldur haldið í jólatenginguna í erlendu útgáfunni þó verði að segjast að hún er ein ástæðan fyrir að ég henti þessum línum á blað, skeitti engu um formlegheit né braghætti heldur lét bara vaða. Önnur ástæða er sú að svo skrítið sem það er þá er eins og sorg um jól sé enn átakanlegri en sorg á öðrum tímum, þ.e. fyrir þá sem utan standa. Hvað um það, ég ætlað að henda honum út í cosmóið, hugsa hlýlega til þeirra sem syrgja og og fá mér kaffi. Veri góð hvert við annað, umburðalynd og kærleikrík…
Lagið er eftir Carol Grisham Hall en enska textann eiga © Universal Music Corp., Otay Music Corp., Daniel Music Ltd. Engin skákar drottningunni Dolly Parton þegar kemur að því að flytja átakanlegan texta ekki einu sinni nær Cindy Lauper að komast með tærnar þar sem Dolly hefur hælana þegar kemur að flutningi þessa lags. P.s. íslensku útgáfunni er ekki ætlað að falla að laginu.