Vikan framundan

Með hjartað í buxunum hugsa ég fram á veginn
huglaus og þorrinn allur máttur og megin
Vona það besta, veit ekki alveg hvað bíður
Vikna ef hugsa um tímann sem líður og líður

Herði upp hugann og bretti upp ermar og hugsa
Hel#%#% verkefnin koma og ekki má slugsa
Konan er með þetta, kann bæði getur og klárar
kann ekki tæknina við það að leggja upp árar

Hún gefst ekki upp, né guggnar á hverju sem dynur
Hún veit hvað hún syngur meðan síþreytta sáltetrið stynur
Hún kann þetta vel og klárar þau verk sem að bíða
Hvernig sem fer verða vikurnar fljótar að líða

Upphaflega gert fyrir Ölfu 27.5. 2022 þegar hún bað um heppilega stjörnuspá. Þá var seinni hluti af línu tvö í síðasta erindinu svona: (og Baldvin ræfillinn stynur)