Páskar 2019

Horft yfir útlenda borg

með nafn eins og áin í fjarska

Mengunin frá í gær

horfin líkt og fyrir kraftaverk

Heimurinn skýr

í morgunkyrrðinni

 

Lötrað niður fornan stíg

sem man fífil sinn fegurri

Tiplað yfir lestarteina

Í átt að miðbænum

sagan barin augum

kirkjurnar, listin, fólkið

 

Læstar dyr guðshússins

vernda tilbiðjendurna

og ferðalangurinn horfir inn

utangátta í sólinni

meðan kirkjuklukkur

minna á upprisuna

 

Turnspíra kinkar kolli

og teygir sig til himins

yfir götum sem hlykkjast

um hæðir og byggingar

hjartanlega sama

um mannanna amstur

Heimili

Hrófatildur húkir undir vegg við breiðstræti
hnípið og veðurbarið
Plast og blautur pappi, teppisbútur
pínulítið þríhjól við húsvegg

Hallir bera við skýjaðan vetrarhiminn
háreistar og tígurlegar
Fólkið löngu horfið á vit feðra sinna
ferðamaður eina lífsmarkið

Á gangi í Bucharestborg nóvember 20178ee913c5-885b-4913-bb79-646d3028a2d4.jpeg

 

Sunnudagur (í Bucharest)

Kaffi í krúttlegum bolla

Kaka á næst leiti

Eitt dásemdar kaffihúsið enn 

Götur sem hlykkjast

Gáskafullar og grellnar

Eða liggja þráðbeinar og stoltar

Hrikalega dimm húsasund

Hrella kvikt ímynduarafl

Og ég hlæ að sjálfri mér

Gluggar geyma gersemar

glöggt er gestsaugað

Ekkert er fjarri sanni

Held út í daginn himinlifandi

Heimóttleg á stundum

Meðan sólin brosir í kampinn

Í Bucharest 5.11. 2017F638E745-3FD5-4DB6-83F6-E29C404293F1.jpeg