Horft yfir útlenda borg
með nafn eins og áin í fjarska
Mengunin frá í gær
horfin líkt og fyrir kraftaverk
Heimurinn skýr
í morgunkyrrðinni
Lötrað niður fornan stíg
sem man fífil sinn fegurri
Tiplað yfir lestarteina
Í átt að miðbænum
sagan barin augum
kirkjurnar, listin, fólkið
Læstar dyr guðshússins
vernda tilbiðjendurna
og ferðalangurinn horfir inn
utangátta í sólinni
meðan kirkjuklukkur
minna á upprisuna
Turnspíra kinkar kolli
og teygir sig til himins
yfir götum sem hlykkjast
um hæðir og byggingar
hjartanlega sama
um mannanna amstur