Afar slakir

Hittist lið í risinu að listamanna sið
leiðin lá svo eftir þetta bara niðrávið
Sjálfstraustið og stoltið, upp og niður fer
í samhenginu við það hvernig tækjaeignin er
Í upphafi var nafngiftin í takt við getu og mátt
árangurinn bættu drengir síðan smátt og smátt
Vikulega auka þeir við söngva sinna safn
en þurfa´að finna hljómsveitinni viðeigandi nafn
Strákarnir með stóra drauma æfðu blús og rokk
villtust svo af vegi út í diskó bæð´og popp
Grúppíurnar vongóðar í framtíð eiga sýn
glamúrgalla, falsettur og fjörugt dancing queen

Fyrir þónokkuð mörgum árum stofnuðu þeir hljómsveit Arnar minn, Jóhann Þ. og Helgi. Smám saman fjölgaði í hópnum og haldnir voru tónleikar hér og þar. Nú eru afar slakir gömul minning, hið minnsta þangað til hentug æfingaaðstaða finnst