Gönuhlaup
eða tímabært
En hvað get ég
annað en elskað þig
Er það rangt
eða satt og rétt
en hvað get ég
annað en elskað þig
Ritað er í stein
skrifað er í ský
brautin okkar bein
dýrmæt er ástin ný
Þú og ég
stöndum saman sterk
en hvað get ég
annað en elskað þig
Ritað er í stein
skrifað er í ský
brautin okkar bein
dýrmæt er ástin ný
Vertu minn
taktu líf mitt allt
en hvað get ég
annað en elskað þig
Frjálsleg þýðing, Anna Elísa 27. sept. 2020 fyrir Júlönu mína á textanum Cant help falling in love with you eftir George David Weiss / Hugo E. Peretti / Luigi Creatore og hún flutti svo undurfallega til Steina síns þann 30.10. 2020 þegar þau gengu i hjónaband
Kannski fæ ég leyfi síðar til að setja inn smá hljóðklippu sem ég á og kannski jafnvel myndir en við sjáum bara til með það og þangað til nota ég mínar myndir frá þessum dásamlega degi… og elsku Júlíana og Steini, innilega til hamingju með hvort annað og mínar allra bestu óskir um bjarta, skemmtilega, dásamlega framtíð… ❤️❤️❤️



